Selið er félagsmiðstöð staðsett í kjallara heilsugæslunnar á Seltjarnarnesi. Selið sér um félagslíf Valhúsaskóla sem er grunnskóli fyrir 12-16 ára unglinga á Seltjarnarnesi. Selið er opinn vettvangur fyrir ungt fólk sem þau geta nýtt sér til að stunda félagslíf, framkvæma verkefni, mætt á fræðslukvöld og námsskeið eða einfaldlega til þess slaka á.

Opið dagstarf er í Selinu frá klukkan 15:00 á daginn til klukkan 19:00 á kvöldin. Í opna starfinu getur unga fólkið nýtt sér það sem aðstaðan hefur upp að bjóða og hitt starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar.

Kvöldstarfið í Selinu er opið mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga milli klukkan 20:00 og 22:00. Í kvöldstarfinu fer fram klúbbastarf, fræðslukvöld, námskeið, viðburðir, vettvangsferðir og opin hús.